52. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 09:14


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:14
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:14
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:14
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:14
Logi Már Einarsson (LME), kl. 09:14
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:40
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:14

JRG boðaði forföll.
ÞSa var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 12:38
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur.

2) 565. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 217/2012 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 12:30
Fram voru lögð drög að umsögn um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli umsagnardraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 574. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 12:32
Fram voru lögð drög að áliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

4) 417. mál - skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins Kl. 12:33
Fram voru lögð drög að áliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 502. mál - ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 12:34
Fram voru lögð drög að áliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, LME, ÓÞ og BVG.

6) 282. mál - búfjárhald Kl. 10:31
Á fund nefndarinnar komu Kristinn Hugason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Tryggvi Þórhallsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Daði Kristjánsson frá Ríkissaksóknara og Ólafur Dýrmundsson og Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökum Íslands.

7) Önnur mál. Kl. 09:15
LRM lagði eftirfarandi bókun JRG fram:
"Í meginatriðum er ég sátt við afgreiðslu meiri hluta atvinnuveganefndar á 570. máli, stjórn fiskveiða (heildarlög). Með henni eru stigin mörg jákvæð skref. Það er þó ákveðin óvissa um einstök lagatæknileg og bókhaldsleg atriði sem ég geri almennan fyrirvara um.
Þá vil ég lýsa sérstakri ánægju með að meiri hlutinn leggur til breytingu á ákvæði til bráðabirgða VII frumvarpsins sem hafa mun í för með sér að ráðist verði í löngu tímabærar rannsóknir á áhrifum fiskveiðistjórnarkerfisins síðustu þrjá áratugina ásamt því sem lagt er til að gerð verði úttekt á reynslu af nýjum fiskveiðistjórnarlögum á fyrstu árum þeirra."

Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:38