55. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 9. mars 2013 kl. 09:32


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:32
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:32
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:37
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:32
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:32
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:32
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:32

EKG yfirgaf fundinn vegna annarra þingstarfa kl. 09:50.
SIJ yfirgaf fundinn vegna annarra þingstarfa kl. 10:07.
JRG boðaði forföll
ÞSa var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:18
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 51., 52. og 54. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 283. mál - velferð dýra Kl. 09:33
Nefndin ræddi málið.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða. EKG, JónG og SIJ samþykktu tillöguna með fyrirvara.

3) 632. mál - kísilver í landi Bakka Kl. 09:52
Eftirtaldir aðilar voru gestir nefndarinnar í gegnum síma: Gunnlaugur Stefánsson, Jón Helgi Björnsson, Þráinn Gunnarsson, Bergur Elías Ágústsson, Snæbjörn Sigurðarsson og Guðbjartur Ellert Jónsson frá Norðurþingi, Sigurgeir Höskuldsson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Dagbjört Jónsdóttir frá Þingeyjarsveit. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 633. mál - uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka Kl. 09:52
Eftirtaldir aðilar voru gestir nefndarinnar í gegnum síma: Gunnlaugur Stefánsson, Jón Helgi Björnsson, Þráinn Gunnarsson, Bergur Elías Ágústsson, Snæbjörn Sigurðarsson og Guðbjartur Ellert Jónsson frá Norðurþingi, Sigurgeir Höskuldsson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga og Dagbjört Jónsdóttir frá Þingeyjarsveit. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) Önnur mál. Kl. 10:20
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:20