58. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 08:36


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:36
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 08:36
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:51
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 08:36
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:36
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir ÓÞ, kl. 08:50
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:36
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir LRM, kl. 08:50

ÞSa var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:23
Málið var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

2) 632. mál - kísilver í landi Bakka Kl. 08:36
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum KLM, SIJ, ÞBach, MSch, BVG og JRG.

3) 605. mál - endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi Kl. 08:51
Á fund nefndarinnar komu Erla Sigríður Gestsdóttir og Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Benedikt Stefánsson og Ólafur Jóhannesson frá Carbon Recycling International ehf., Magnús Ásgeirsson frá N1 hf., Einar Benediktsson frá Olíuverslun Íslands hf. og Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu. Erla Sigríður og Ólafur Egill kynntu nefndinni málið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu. Aðrir gestir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 52. mál - rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar komu Steinar Friðgeirsson frá RARIK orkuþróun ehf. og og Rán Jónsdóttir frá Landsvirkjun. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) Önnur mál. Kl. 08:53
Nefndin ræddi stuttlega um 447. mál. stjórn fiskveiða (stærðarmörk krókaaflamarksbáta, strandveiðar).


Fundi slitið kl. 10:23