59. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. mars 2013 kl. 12:44


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 12:44
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 12:44
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:44
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 12:44
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 12:44

KLM og JónG boðuðu forföll.
BVG og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 12:53
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur.

2) 52. mál - rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi Kl. 12:47
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 417. mál - skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins Kl. 12:47
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

4) 605. mál - endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi Kl. 12:48
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 249. mál - nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi Kl. 12:49
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

6) 447. mál - stjórn fiskveiða Kl. 12:50
Málið var rætt stuttlega.

7) 236. mál - merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 12:51
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, JRG og ÓÞ.

8) 634. mál - vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu Kl. 12:52
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með fresti til að skila umsögnum til 19. mars nk. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, JRG og ÓÞ.
EKG óskaði eftir því að fært yrði til bókar að hann teldi umsagnarfrestinn of stuttan og ekki væri glóra að afgreiða málið á líðandi löggjafarþingi.
SIJ tók undir bókun EKG.

9) Önnur mál. Kl. 12:53
Fleira var ekki rætt á fundi nefnarinnar.

Fundi slitið kl.