5. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, þriðjudaginn 18. júní 2013 kl. 09:31


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:53
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:31
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:31
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:31
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:31
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:31
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:04
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:31
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:31
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:31

LRM stýrði fundi þar til JónG kom til fundarins.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 11:39
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 1., 3. og 4. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 1. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Erna Hauksdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Sævar Skaptason frá Ferðaþjónustu bænda, Ólafur Torfason frá Íslandshótelum ehf., Benedikt Árnason frá Samkeppniseftirlitinu og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 4. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Arthur Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Finnbogi Vikar Guðmundsson frá Samtökum íslenskra fiskimanna, Helga Guðjónsdóttir, Friðbjörn Ásbjörnsson og Jóhann R. Kristinsson frá Samtökum smábátaútgerða og Reynir Þorsteinsson frá landssambandi Línubáta. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:40