12. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. nóvember 2013 kl. 09:40


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:40
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:40
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:40
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir LRM, kl. 09:40
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:40
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:40

BjÓ vék af fundi kl. 11.40.
HHJ, staðgengill KLM, boðaði forföll v. veikinda.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir atvinnuveganefndar á 143. þingi Kl. 09:40
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 137. mál - tollalög Kl. 09:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Almar Guðmundsson og Pál Rúnar Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda og Guðmund Sigurðsson og Birgi Óla Einarssson frá Samkeppniseftirlitinu.

3) 178. mál - Orkuveita Reykjavíkur Kl. 10:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 164. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 10:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Torfa Jóhannesson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) Síld í Kolgrafarfirði. Kl. 11:00
Rætt var um aðgerðir vegna síldar í Kolgrafarfirði. Á fundinn komu Baldur Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jóhann Sigurjónsson og Þorsteinn Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00