22. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. desember 2013 kl. 10:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 10:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:35
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 10:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:45
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:35

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:35
Fundargerðir 19., 20. og 21. fundar voru samþykktar.

2) 110. mál - matvæli Kl. 10:35
Formaður dreifði nefndaráliti.
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir álitið rita: JónG, LRM, HarB, ÁsF, BjÓ, PJP, ÞorS, ÞórE.

3) 210. mál - velferð dýra Kl. 10:40
Formaður dreifði nefndaráliti.
Málið var afgreitt frá nefndinni en nefndin stendur ekki saman að nefndaráliti.
Undir álit meiri hlutans rita: JónG, HarB, ÁsF, BjÓ (með fyrirvara), KLM (með fyrirvara), PJP, ÞorS, ÞórE.
Að áliti minni hluta stendur LRM sem óskaði eftir að bókað yrði: Þessi breyting á lögum um velferð dýra felur í sér mikla breytingu frá gildandi lögum og er afturför frá þeirri niðurstöðu og samstöðu sem náðist þvert á flokka síðastliðið vor um að lágmarki væri eftirlit með búfé og öðrum dýrum annað hvert ár.

4) Önnur mál. Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05