55. fundur
atvinnuveganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. maí 2014 kl. 08:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 08:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:00

Jón Gunnarsson boðaði forföll.
Haraldur Benediktsson vék á fundi kl. 8:50 vegan annarra þingstarfa.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 568. mál - veiðigjöld Kl. 08:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Kolbein Árnason og Svein Hjört Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Pétur Reimarsson og Þorstein Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins og Arnar Sigurmundsson og Gunnar Tómasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva.
KLM óskaði við lok umræðunnar að nefndin aflaði eftirtalinna gagna:
„1. Óskað eftir því að fá inn í töfluna, sem nefndinni barst sl. föstudag, afla í tonnum fyrir hverja tegund í báðar töflurnar.
2. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig veiðileyfagjöld skiptast eftir fyrirtækjum og bæjarfélögum (sbr. svar ráðherra í máli 25 á þessu þingi).
Einnig að veittar verði upplýsingar um heildarkvóta viðkomandi fyrirtækja (í sömu töflu).
3. Óskað er eftir upplýsingum um skiptingu á almenna og sérstaka veiðigjaldinu í botnfiski skipt eftir félögum og inn í þá töflu komi fram afslættir vegna frítekjumarks svo og vegna sérstaks afsláttar.
4. Óskað er upplýsinga um skiptingu á almenna og sérstaka veiðigjaldinu í uppsjávarfiski skipt eftir félögum og inn í þá töflu komi fram afslættir sbr. spurningu í lið 3.

Nefndin á fundartíma í fyrramálið, þess er farið á leit að upplýsingarnar berist nefndinni fyrir þann tíma.“

3) Önnur mál. Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00