12. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 15:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 15:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 15:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 15:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 15:00

Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 16.
Haraldur Benediktsson boðaði forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:00
Fundargerð 10. fundar var staðfest.

2) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 15:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund fulltrúa úr verkefnisstjórn um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Á fundinn komu: Elín Líndal, Helga Barðadóttir, Hildur Jónsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson og Stefán Gíslason auk starfsmanns nefndarinnar Herdísar Schopka.

3) 158. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 16:45
Rætt var um málið.
Þórunn Egilsdóttir var valinn framsögumaður málsins.

4) 99. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja Kl. 16:55
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins.
Þorsteinn Sæmundsson var valinn framsögumaður málsins.

5) Önnur mál. Kl. 17:15
Rætt var um að halda fund opinn fréttamönnum um flugvöll í Vatnsmýri.
Rætt var um að fjalla aftur um frv. til laga um breytingu á lögum um visthönnun vöru (mál 98) í nefndinni.

6) 74. mál - jarðalög Kl. 17:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Tryggva Þórhallsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Birki Snæ Fannarsson frá Landgræðslu ríkisins.
Páll Jóhann Pálsson var valinn framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 19:00