7. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Björt Ólafsdóttir boðaði forföll.
Kristján L. Möller og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 09:00
Á fundinn komu Helga Barðadóttir og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun. Málið var kynnt fyrir nefndinni.

2) 10. mál - Orkustofnun og leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis Kl. 09:30
Á fundinn komu Helga Barðadóttir og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Málið var kynnt fyrir nefndinni.

3) 98. mál - visthönnun vöru sem notar orku Kl. 09:40
Á fundinn komu Helga Barðadóttir og Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Málið var kynnt fyrir nefndinni.

4) Reglugerð (ESB) nr. 210/2013 um samþykki spíruframleiðenda Kl. 09:45
Nefndin ræddi um framangreinda gerð Evrópusambandsins og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:55
Nefndin ræddi um framangreinda gerð Evrópusambandsins og fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Önnu Katrínu Vilhjálmsdóttur frá utanríkisráðuneyti.

6) 74. mál - jarðalög Kl. 10:30
Á fundinn komu Óskar Páll Óskarson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Brynhildur Pálmarsdóttir og Rebekka Hilmarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Frumvarpið var kynnt fyrir nefndinni.

7) 154. mál - vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu Kl. 10:55
Á fundinn komu Brynhildur Pálmarsdóttir og Rebekka Hilmarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndinni.

8) Önnur mál. Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15