15. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar.

2) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga (símafundur), Þórð Hilmarsson frá Íslandsstofu, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Sigurð B. Halldórsson frá Samtökum iðnaðarins.

3) 99. mál - merkingar og upplýsingaskylda varðandi orkunotkun heimilistækja Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Mannvirkjastofnun.

4) 98. mál - visthönnun vöru sem notar orku Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Mannvirkjastofnun.

5) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Magnús Kristjánsson frá Orkusölunni.

6) 16. mál - hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda Kl. 11:35
Rætt var um málið.

7) 158. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 11:40
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Allir mættir nefndarmenn skrifa undir álitið. ÞórE, frsm. málsins, ritar undir álitið þrátt fyrir fjarveru með heimild skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Ekki voru hreyfð andmæli við því.

8) Önnur mál. Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00