29. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. desember 2014 kl. 10:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 10:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Val Rafn Halldórsson frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga og Snorra Sigurðsson frá Reykjavíkurborg.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Val Rafn Halldórsson frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga og Snorra Sigurðsson frá Reykjavíkurborg.

4) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 11:15
Dagskrárliðnum var frestað.

5) 74. mál - jarðalög Kl. 11:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Eiríkur Blöndal frkvstj. og Elías Blöndal frá Bændasamtökum Íslands og Birki Snæ Fannarsson og Svein Runólfsson frá Landgræðslu ríkisins.

6) Önnur mál. Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30