52. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 9.45.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 305. mál - raforkulög Kl. 09:00
Málið var afgreitt frá nefndinni til þriðju umræðu með breytingartillögum. Undir nefndarálit skrifa JónG, HarB, ÁsF, BjÓ, KLM, PJP, ÞorS, ÞórE. (BjÓ og KLM með fyrirvara).
Sérálit verður frá LRM.

2) 418. mál - veiðar og vinnsla erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Gísla Gíslason frá Hafnasambandi Íslands.

3) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson og Margréti Sæmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 11:00
Formaður dreifði nefndaráliti og breytingartillögum og var málið afgreitt frá nefndinni. Undir alit meiri hluta rita: JónG, HarB, ÁsF, PJP, ÞóR, ÞorS. HarB var farinn af fundi þegar málið var afgreitt en ritar undir álit og breytingartillögur með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis, ekki voru hreyfð andmæli við því.

Bókun LRM, 2. varaformanns nefndarinnar: Ég mótmæli því að málið sé tekið út úr atvinnuveganefnd með breytingatillögu um að bæta við fjórum virkjanarkostum í nýtingarflokk til viðbótar við Hvammsvirkjun. Vafi leikur á að breytingartillagan sé þingtæk þar sem um svo mikla efnisbreytingu er að ræða og fellur því ekki undir að vera breytingatillaga og stangast á við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Ég legg til að málinu öllu verði vísað frá til vinnu 3. áfanga verkefnastjórnar rammaáætlunar til faglegrar, lögbundinnar meðferðar.

5) Önnur mál. Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45