58. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:40
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Ásmundur Friðriksson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.
HarB vék af fundi kl. 10.20.
KLM vék af fundi kl. 9.50.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Verkfall dýralækna. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um yfirvofandi verkfall dýralækna og fékk á sinn fund Sigurgeir Þorgeirsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti,Sindra Sigurgeirsson og Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökum Íslands og Matthias Guðmundsson frá Reykjagarði.

2) 704. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 09:40
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Þorsteinn Sæmundsson var valinn framsögumaður í málinu.
Málið var sent til umsagnar til 30. apríl nk.

3) 691. mál - stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl Kl. 10:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Baldur P. Erlingsson, Brynhildi Benediktsdóttur, Hinrik Greipsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Málið var sent til umsagnar með fresti til 30. apríl nk.

4) 692. mál - veiðigjöld Kl. 10:15
Ekki náðist að fjalla um málið en ákveðið að taka það fyrir á næsta fundi.

5) 391. mál - Haf- og vatnarannsóknir Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið.

6) 392. mál - sameining Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál. Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00