55. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Jón Gunnarsson, Ásmundur Friðriksson, Kristján L. Moller og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 421. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:00
Málið var tekið af dagskrá.

3) 74. mál - jarðalög Kl. 09:00
Málið var afgreitt til þriðju umræðu með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita: LRM (með fyrirvara), HarB, BjÓ (með fyrirvara), PJP, ÞorS og ÞórE.

4) 420. mál - fjárfestingarsamningur við Thorsil ehf. um kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ Kl. 09:30
Málið var tekið af dagskrá.

5) 451. mál - samningur hafnríkja til að uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar Kl. 09:30
Afgreidd var umsögn um málið til utanríkismálanefndar.

6) Önnur mál. Kl. 09:45
ÞorS óskaði eftir að fulltrúar EAB kæmu á fund nefndarinnar og nefndin fengi þannig kynningu á mögulegum vindmyllugörðum.

Fundi slitið kl. 10:00