60. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 692. mál - veiðigjöld Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Rósmund Guðnason og Böðvar Þórisson frá Hagstofu Íslands.
Einnig komu á fund nefndarinnar fulltrúar úr veiðigjaldsnefnd þau Arndís Ármann Steinþórsdóttir, Daði Már Kristófersson og Jóhann Sigurjónsson.

3) Önnur mál. Kl. 12:00
LRM óskaði eftir að bókað yrði:
„Ég tel að þar sem þingmaðurinn Páll Jóhann Pálsson hafi svo mikla fjárhagslega hagsmuni af samþykkt frumvarps um kvótasetningu makríls (691. mál) með framsali sé með öllu ótækt að hann taki þátt í afgreiðslu málsins á Alþingi. Fram hefur komið í fréttum að fyrirtæki í eigu eiginkonu þingmannsins Marver ehf. fái makrílkvóta að andvirði 50 mlkr ef frumvarpið um kvótasetningu makríls verður að lögum. Undirrituð telur að hér sé verið að ráðstafa sameign þjóðarinnar með sérstakri lagasetningu sem nær til afmarkaðs hóps útgerða en ekki til allrar þjóðarinnar sem er réttmætur eigenda auðlindarinnar með svo ósvífnum hætti að með öllu sé óásættanlegt að þingmenn sjálfir hafi svo mikla fjárhagslega hagsmuni af slíkum gjörningi. Engin skylda hvílir á stjórnvöldum með að útdeila makrílnum með þessum hætti. Hægt er að setja sérstök lög um aðra ráðstöfun á makrílnum sem fæli ekki í sér að útgerðin fénýtti aðgang sinn að þessum nýja deilistofni sem enn er ósamið um við aðrar þjóðir t.d. með því að ríkið leigði hann út eða setti á uppboð svo dæmi sé tekið. Þó lýðræðislega kjörnir þingmenn séu til þess kjörnir að fjalla um fjölda mála sem snerta hagsmuni þjóðarinnar með ýmsum hætti og mikið þurfi til til þess að þeir geti talist vanhæfir í almennri lagasetningu þá hljóta menn siðferðilega að draga einhverstaðar línuna þegar svo miklir fjárhagslegir hagsmunir eru annarsvegar fyrir einstaka þingmenn eins og er í ofangreindu frumvarpi um hlutdeildarsetningu makríls með framsali.“

PJP óskaði að bókað yrði:
„Í úrskurði forseta alþingis frá 23.maí 1995 segir m.a. að alþingismenn séu í störfum sínum eingöngu bundnir við sannfæringu sína og standia aðeins kjósendum skil gerða sinna. Þeir séu ekki bundnir af hæfisreglum í störfum sínum og geti því tekið þátt í meðferð og afgreiðslu allra mála á þinginu. Það sé einmitt ein af grundvallarreglum í stjórnmálum lýðræðisríkja að þingmenn taki ákvarðanir um hvaða hagsmuni á að taka fram yfir aðra.
Vegna tengsla minna við fyrirtæki í sjávarútvegi hef ég ekki greitt atkvæði í þinginu um mál sem varða sjávarútveg, s.s. um kvóta og veiðileyfagjöld. Það mun ég heldur ekki gera um þetta mál og er sú afstaða mín ljós öllum nefndarmönnum auk þess sem ég hef lýst því yfir opinberlega að ég muni að öðru leyti taka þátt í meðferð og umræðu um þetta mál.
Bókun Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir um að ég skuli ekki koma að afgreiðslu málsins er því fyrst og fremst pólitískt sjónarspil.“

Fundi slitið kl. 12:00