86. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. júní 2015 kl. 10:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Eldar Ástþórsson (EldÁ) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 10:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:00

EldÁ vék af fundi kl. 11.40.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Fundargerðir 81. og 82. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð (EB) nr. 1069/2009 og reglugerð (ESB) nr. 142/2011 er varða aukaafurðir úr dýrum Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um framangreindar reglugerðir sem voru kynntar af Eggerti Ólafssyni og Ólafi Friðrikssyni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) 775. mál - áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) Frumvarp nefndar um stjórn fiskveiða. Kl. 10:30
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (JónG, HarB, ÁsF, FHB, ÞorS, ÞórE).

5) 692. mál - veiðigjöld Kl. 10:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 643. mál - innflutningur dýra Kl. 11:40
Málið var afgreitt af meiri hluta nefndarinnar. Undir nefndarálit rita: JónG, HarB, ÁsF, FHB, ÞorS, ÞórE.

7) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00