25. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. mars 2016 kl. 15:15


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:15
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 15:15
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 15:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 15:15
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur (LRM), kl. 15:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 16:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 15:15

Ásmundur Friðriksson og Kristján L. Möller boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 372. mál - stefna um nýfjárfestingar Kl. 15:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

2) 385. mál - sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla Kl. 15:25
Framsögumaður (PJP) dreifði nefndaráliti með breytingartillögu. Málið var afgreitt frá nefndinni og rituðu eftirtaldir undir nefndarálit með breytingartillögu: JónG, SJS, HarB, BjÓ, PJP, ÞórE.
Ásmundur Friðriksson hafði óskað eftir því að rita undir nefndarálit með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Ekki var hreyft andmælum við því.

3) Frumvarp nefndar um hitaveitur Kl. 15:35
Formaður bar undir nefndarmenn að nefndin flytti frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnað. Ákveðið að taka fyrir síðar.

4) 457. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 16:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

5) Önnur mál Kl. 17:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15