34. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

ÁsF og KLM véku af fundi kl. 9:40-10:30.
PJP vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 545. mál - matvæli, slátrun og eftirlit með fóðri Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Haraldur Benediktsson var valinn framsögumaður málsins.

3) 618. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 09:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Helgu Haraldsdóttur og Þórð Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Þau kynntu efni frumvarpsins fyrir nefndarmönnum.
Málið var sent til umsagnar með fresti til að skila til 26. apríl nk.
Lilja Rafney Magnúsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 648. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Val Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 639. mál - raforkulög Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pétur Eini Þórðarson og Tryggva Þór Haraldsson frá RARIK ohf.
Haraldur Benediktsson var valinn framsögumaður málsins.

6) 648. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 11:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Davíðsson og Sigríði Klöru Árnadóttur frá Kjósarhreppi.

7) Önnur mál Kl. 11:40
Undir liðnum önnur mál var rætt um 457. mál frumvarp til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Rætt var um þetta mál milli annarra dagskrárliða eða frá kl. 9:25-9:40 og frá kl. 10:05-10:40.

Fundi slitið kl. 11:40