42. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 15:10


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 15:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 15:10
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 15:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:10
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 15:10
Kristján L. Möller (KLM), kl. 15:20
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 15:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:30

ÁsF vék af fundi kl. 16.10.
Björt Ólafsdóttir boðaði forföll.
PJP vék af fundi kl. 15.25.
HBH vék af fundi kl. 16.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) 618. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 15:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Gunnarsdóttur, Helgu Haraldsdóttur og Þórð Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Jón Óskar Hallgrímsson frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

3) Lög um stjórn fiskveiða Kl. 16:15
Nefndin ræddi um að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða.
Nefndin fékk á sinn fund Jóhann Guðmundsson og Hinrik Greipsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) Meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006. Kl. 16:30
Nefndin ræddi um að leggja fram tillögu til þingsályktunar um ráðstöfun aflamagns fyrir næsta fiskveiðiár.

5) Önnur mál Kl. 17:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:10