74. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2016 kl. 08:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 10:30
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 08:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:00

BjÓ vék af fundi milli kl. 8.40 og 10.15.
ÁsF, HarB og JónG véku af fundi kl. 10.00.
Nefndarmönnum í umhverfisnefnd gafst kostur á að sitja fund nefndarinnar þegar 876. mál var til umfjöllunar og komu á fundinn þær Katrín Júlíusdóttir (kl. 8-8.30) og Svandís Svavarsdóttir (kl. 8-8.30 og kl. 9.55-10.25).

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 876. mál - raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka Kl. 08:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ásdísi Hlökk Theó­dórsdóttur og Birnu Björk Árnadóttur frá Skipulagsstofnun og Írisi Bjargmundsdóttur, Sigríði Svönu Helgadóttur og Steinunni Fjólu Sigurðar­dóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti

2) 679. mál - umgengni um nytjastofna sjávar o.fl. Kl. 08:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Arnór Snæbjörnsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Finn Árnason frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum,
Ragnar Aðalsteinsson fyrir hönd Félagsbúsins Miðhrauni 2, Sturlu Böðvarsson fyrir hönd Stykkishólmsbæjar (símafundur) og Finn Árnason frá Þörungaverksmiðjunni Reykhólum.

3) 854. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 09:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ernu Jónsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Jakob Frímann Magnusson fyrir hönd íslensks tónlistariðnaðar.

4) 876. mál - raflínur að iðnaðarsvæðinu á Bakka Kl. 09:55
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pál Þórhallsson frá forsætisráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30