10. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 09:45


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:45
Gunnar I. Guðmundsson (GIG), kl. 10:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:45
Logi Einarsson (LE), kl. 09:45
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:45
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:45
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 10:10

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.
SIJ vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerðir 8. og 9. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:45
Nefndin fékk á sinn fund Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur ritara EES-mála fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu fyrir nefndina meðferð EES-mála og upptöku þeirra í EES-samninginn.

3) 146. mál - orkuskipti Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ágústu S. Loftsdóttur og Skúla Thoroddsen frá Orkustofnun.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Rætt var um að nefndin kynnti sér þróun í ferðamálum á Siglufirði.

Rætt var um stefnumótun á sviði ferðamála, þ.m.t. um fjölda ferðamanna og stefnu þar að lútandi.

Fundi slitið kl. 11:25