6. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 138. mál - brottfall laga um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja Kl. 08:30
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur og Hrein Hrafnkelsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem kynntu málið fyrir nefndinni. Málið var sent til umsagnar með frest til að skila til 27. febrúar nk.

2) 115. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 08:40
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Erlu Sigríði Gestsdóttur og Hrein Hrafnkelsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem kynntu málið fyrir nefndinni. Málið var sent til umsagnar með frest til að skila til 27. febrúar nk.

3) Skógrækt Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um skógrækt á Íslandi og fékk á sinn fund Hrein Óskarsson og Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur frá Skógræktinni, Hlyn Gauta Sigurðsson frá Landssamtökum Skógareigenda og Jónatan Garðarsson frá Skógræktarfélagi Íslands.

4) Mál til umsagnar Kl. 10:10
6. mál (stjórn fiskveiða), 52. mál (mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir) og 64. mál (búvörulög og búnaðarlög) voru send til umsagnar með fresti til 22. febrúar nk.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15