9. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fiskeldi Kl. 09:00
Fjallað var um starfsumhverfi í fiskeldi og komu á fund nefndarinnar Rögnvaldur Guðmundsson og Jón Örn Pálsson fyrir hönd AkvaFuture ehf.

2) 179. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Kolbeinn Óttarsson Proppé var valinn framsögumaður málsins.

3) Veiðigjöld Kl. 10:45
Rætt var um veiðigjöld.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Halla Signý Kristjánsdóttir var valinn framsögumaður í 115. máli, raforkulög og stofnun Landsnets.
Smári McCarthy var valinn framsögumaður í 138. máli, Hitaveita Suðurnesja (brottfall laga).
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00