11. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 09:05


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:05

Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir boðuðu forföll.
HSK vék af fundi kl. 9.40.
Smári vék af fundi kl. 10.55.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 9. og 10. funda voru samþykktar.

2) 115. mál - raforkulög og stofnun Landsnets hf. Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund
Guðmund Inga Ásmundsson og Guðjón Axelsson frá Landsneti og Guðna A. Jóhannesson, Rakel Jensdóttur, Rán Jónsdóttur og Silju Rán Sigurðardóttur frá Orkustofnun.

3) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:40
Á fundinn komu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir ritari utanríkismálanefndar og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Þau kynntu fyrir nefndinni EES-samninginn og meðferð EES-mála.

4) 215. mál - lax- og silungsveiði Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Bjarna Jónsson og Halldór Arinbjarnarson. Þeir lögðu fram ýmis gögn sem nefndarritara var falið að senda Hafrannsóknarstofnun.

5) Önnur mál Kl. 11:10
Mál 292, einkaleyfi, var sent til umsagnar og gefinn frestur til 19. mars nk.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10