14. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
María Hjálmarsdóttir (MH) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdótur (AFE), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:40
Sigríður María Egilsdóttir (SME) fyrir Þorgerði K. Gunnarsdóttur (ÞKG), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 215. mál - lax- og silungsveiði Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árna Snæbjörnsson frá Landssambandi veiðifélaga og Trausta Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

3) 179. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Salóme Hallfreðsdóttur og Pétur Halldórsson frá Landvernd og Eymund Sigurðsson frá Lotu verkfræðistofu.

4) Matvælaframleiðsla Kl. 10:30
Baldvin Jónsson kom á fund nefndarinnar og ræddi um sjálfærni á Íslandi einkum í tengslum við matvælaframleiðslu.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50