21. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00

NF vék af fundi kl. 10.15.
Inga Sæland var á fundinum í síma frá kl. 9.30.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 19. fundar (10. apríl 2018) var samþykkt.

2) 429. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Björn Ævarr Steinarsson frá Hafrannsóknastofnun, Aron Baldursson, Eyjólf Guðlaugsson og Ragnar Kristjánsson frá Reiknistofu fiskmarkaða,
Arnar Atlason frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda,
Einar Helgason frá Strandveiðifélaginu Krókur, Vigfús Ásbjörnsson frá Strandveiðifélaginu Hrollaugur, Má Ólafsson og Harald Ingólfsson frá Smábátafélagi Stranda (símafundur) og Ólaf Hallgrímsson frá Félagi smábátaeigenda á Austurlandi (símafundur).

3) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20