23. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. apríl 2018 kl. 08:00


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 08:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:00

Halla Signý Kristjánsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Inga Sæland voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 08:00
Atvinnuveganefnd fór yfir þann hluta fjármálaáætlunar sem fellur undir landbúnað og sjávarútveg og fiskeldi (málefnasvið 12 og 13).
Fyrir nefndina kom Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og með honum voru Jóhann Guðmundsson og Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Fundurinn var sameiginlegur með fjárlaganefnd.

Fundi slitið kl. 09:00