33. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. maí 2018 kl. 09:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:30

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 485. mál - Ferðamálastofa Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands, Ólaf Hjálmarsson og Magnús Kára Bergmann frá Hagstofu Íslands, Jónu Árnýju Þórðardóttur, Þuríði Aradóttir og Arnheiði Jóhannsdóttur frá Markaðsstofum landshluta, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Skúla H. Skúlason og Þórarinn Eyfjörð frá Ferðafélaginu Útivist.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 11:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ingólf Bender og Sigurð Hannesson frá Samtökum iðnaðarins.

3) Önnur mál Kl. 12:15
Rætt var um að fleiri gesti um frv. um Ferðamálastofu, þ.m.t. ráðuneytið aftur.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:20