22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 09:06


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:06
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:06
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:06
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:06
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:06
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:06
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:06

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:06
Drögum að fundargerðum síðustu funda, nr. 18., 19., 20 og 21., var dreift og þau samþykkt með lítilsháttar athugasemdum.

2) EES-aðlögun (greiðsludráttur). Kl. 09:06
Formaður lét dreifa drögum að áliti og lagði til að málið yrði afgreitt út úr nefndinni. Allir með (HHj, LRM, MSch, SkH, GÞÞ, TÞH, BJ, LMós).

3) 317. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:10
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir og Hlynur Ingason frá fjármálaráðuneytinu og kynntu frumvarpið sem enn bíður 1. umræðu í þinginu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna að lokinni kynningu.

Dreift var á fundinum tillögu ráðuneytisins að ákvæði til bráðabirgða við frumvarpið sem fram er komin í tilefni af Hæstaréttardómi í máli nr. 282/2011.

4) 371. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:45
Á fundinn komu Valgerður Rún Benediktsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og kynntu frumvarpið sem enn bíður 1. umræðu í þinginu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna að lokinni kynningu.

5) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 10:45
Á fundinn komu Margrét Sæmundsdóttir og Erna Jónsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og kynntu frumvarpið sem enn bíður 1. umræðu í þinginu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna að lokinni kynningu

6) 304. mál - hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Kl. 09:45
Á fundinn komu Valgerður Rún Benediktsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og kynntu frumvarpið sem enn bíður 1. umræðu í þinginu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna að lokinni kynningu.

7) 195. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 11:05
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir, Sigurður Guðmundsson og Davíð Steinn Davíðsson frá fjármálaráðuneytinu.

Dreift var á fundinum skriflegu svari ráðuneytisins við spurningum nefndarmanna sem fram komu á síðasta fundi efnahags- og viðskiptanefndar og sendar voru ráðuneytinu á tölvupósti 30. nóvember sl.
Svar ráðuneytisins er dagsett 7. desember 2011. Gestirnir gerðu grein fyrir svari ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum minnisblaði frá tekju- og skattskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 2. nóv. 2011 og varðar Séreignarlífeyrissparnað, stöðu hans og úttektir samkvæmt sérstökum heimildum.

Dreift var á fundinum athugasemdum TÞH sem hann sendi ritara í tilefni af skýringum Hagstofu Íslands frá 29. nóv. 2011 varðandi áhrif uppfærðrar hagspár Hagstofu á tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins. Skýringar stofnunarinnar voru sendar nefndarmönnum með tölvupósti 30. nóv. 2011.

8) 193. mál - fjársýsluskattur Kl. 11:05
Málið var rætt samhliða máli nr. 195 (ráðstafanir í ríkisfjármálum) og með sömu gestum.

9) Önnur mál. Kl. 11:48
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
ÞrB var fjarverandi.
SkH mætti um kl. 10:30.
LRM tók tímabundið við stjórn fundarins fyrir formann sem vék af fundi kl. 10:30. Formaður tók aftur við stjórn fundarins upp úr kl. 11:00.

Fundi slitið kl. 11:48