30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. janúar 2012 kl. 10:35


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:35
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 10:35
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:35
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:35
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:35
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:35
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:35

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 10:35
Í upphafi fundarins var drögum að fundargerðum síðustu funda, nr. 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, dreift og þau samþykkt í lok fundarins.

2) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 10:35
Formaður lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar. Samþykkt.

3) 304. mál - hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Kl. 10:40
Á fundinn komu Jón Sigurgeirsson og Björn Ólafsson frá Seðlabanka Íslands og gerðu nefndarmönnum grein fyrir minnisblaði sem sent hafði verið nefndarmönnum á tölvupósti daginn fyrir fundinn. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Minnisblaðið sem er frá 3. janúar 2012 var dreift á fundinum en í því eru svör skrifstofu bankastjórnar Seðlabankans við spurningum nefndarmanna er varða málið. Gestirnir afhentu einnig yfirlit yfir þjóðir sem veitt hafa samþykki sitt.

Í lok umfjöllunar féllust gestirnir á þá beiðni formanns að svara þeim spurningum skriflega sem ekki gafst tími til að svara fyrir lok þessa dagskrárliðar.

4) 191. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 11:19
Á fundinn komu Jón Ögmundur Þormóðsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Skúli Jónsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá ríkisskattstjóra og Guðjón Axel Guðjónsson frá Samtökum atvinnulífsins.

Ræddar voru tillögur efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til breytinga á frumvarpinu sem sendar voru nefndinni í tilefni af athugasemdum ríkisskattstjóra.

5) Verðtrygging. Kl. 11:37
Í samræmi við bókun um minnkað vægi verðtryggingar sem nefndin samþykkti á 18. fundi sínum, 24. nóvember sl., hóf formaður umfjöllun um þennan dagskrárlið. Nefndarmenn ræddu hvaða verklag skyldi viðhaft við áframhaldandi vinnslu málsins.

Dreift var á fundinum yfirliti yfir skráð og ritað efni hér á landi varðandi verðtryggingu.

6) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

MT sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
ÞrB var fjarverandi.
MOSch tilkynnti forföll.
EyH sat fundinn í stað BJJ með aðstoð símfundarbúnaðar.

Fundi slitið kl. 12:00