33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. janúar 2012 kl. 10:04


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:04
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:04
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:04
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:04
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:04
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:04
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:04
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:04
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 10:04

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Reynslan af nýafstöðnu útboði hlutabréfa í Högum. Kl. 10:04
Á fundinn komu Höskuldur H. Ólafsson, Brynhildur Georgsdóttir og Halldór Lúðvíksson frá Arion banka. Fundarbeiðandi gerði í upphafi grein fyrir tilefni fundarins.

Gestirnir gerðu því næst grein fyrir málavöxtum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Um kl. 10:40 yfirgáfu ofangreindir fulltrúar Arion banka fundarherbergið og inn á fundinn komu Páll og Magnús Harðarsynir og Kristín Rafnar frá Kauphöllinni og Barbara Inga Albertsdóttir, Valdimar Þorkelsson og Unnur Gunnarsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna varðandi málið.

Í lok umfjöllunar komu fram óskir um að fá fulltrúa Arion banka aftur á fund.

2) 34. mál - reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum Kl. 11:03
Á fundinn komu Sveinn og Björn Margeirssynir og Þóra Valsdóttir frá Matís, Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökum Íslands og Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 304. mál - hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Kl. 11:24
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, ÞrB, LRM, SkH, GÞÞ, TÞH, BJJ)
- GÞÞ, TÞH og BJJ gera fyrirvara við álitið
- LMós tilkynnti að hún yrði með sérálit.

4) 191. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 11:30
Umræðu frestað.

5) 41. mál - tekjuskattur Kl. 11:30
SkH óskaði eftir umræðu um endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja.

6) Verðtrygging. Kl. 11:30
MT óskaði eftir að fá Elviru Mendez á fund til að ræða verðtryggingu út frá sjónarmiðum Evrópuréttar.
EyH óskaði eftir að fá Seðlabanka Íslands til að ræða áætlanir Íbúðalánasjóðs um að bjóða fastvaxtalán.

7) Önnur mál. Kl. 11:35
Nefndarmenn ræddu stuttlega meðferð tilgreindra þingmannamála í nefndinni.

MT sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
MOSch var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:38