34. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. janúar 2012 kl. 10:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:57
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:00
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 10:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:00
Drögum að fundargerð þar síðasta fundar, nr. 32., var dreift og þau samþykkt.

2) Reynslan af nýafstöðnu útboði hlutabréfa í Högum (framh. umræðu). Kl. 10:00
Á fundinn komu Brynhildur Georgsdóttir, Halldór Lúðvíksson og Hákon Már Pétursson frá Arion banka til að svara spurningum nefndarmanna.

3) 41. mál - tekjuskattur Kl. 10:30
Á fundinn komu Yngvi Örn Kristjánsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Valgerður Rún Benediktsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir frá Efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
Gestirnir ræddu við nefndarmenn um endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja.

Fulltrúi SFF afhenti og gerði grein fyrir á fundninum tölulegum upplýsingum um endurútreikning á fyrirtækjalánum, dags. 11. nóv. 2011.

4) 191. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 10:50
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og breytingartillögum.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Allir stóðu að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti (HHj, ÞrB, SkH, GÞÞ, TÞH, BJJ, LMós)
- LMós gerir fyrirvara við álitið
- MT áheyrnarfulltrúi styður álitið.

5) Verðtrygging. Kl. 11:00
Á fundinn kom Elvira Mendez til og fjallaði um verðtryggingu frá sjónarhóli Evrópuréttar.
Gesturinn afhenti eftirtaldar upplýsingar:
- Evrópuvefurinn: Hvaða reglur gilda um verðtryggingu lána í ESB?
- Research topic: Consumer and credit and house mortgage loans with price indexation clauses in Iceland in the light of EU-EEA acquis and future consumer credit law.

Dreif var á fundinum skýrslu starfshóps til að yfirfara þörf á árlegu ríkisframlagi til LÍN.

6) Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Kl. 11:18
Ofangreindri skýrslu var dreift á fundinum.

7) Önnur mál. Kl. 11:18
GÞÞ óskaði eftir umræðu um málsmeðferð hjá Umboðsmanni skuldara með tilliti til persónuverndar.
MT óskaði eftir áframhaldandi umræðu um reynsluna af útboði hlutabréfa í Högum.

MT sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
LRM var fjarverandi vegna veikinda.
MOSch var fjarverandi.
SkH yfirgaf fundinn rétt fyri kl. 11:00.

Fundi slitið kl. 11:23