39. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Arndís Soffía Sigurðardóttir (ArndS) fyrir ÞrB, kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:45

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Drög að fundargerðum síðustu tveggja funda, nr. 37 og 38, höfðu fyrir fund verið send nefndarmönnum á tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram við drögin á fundinum.

2) 367. mál - tollalög Kl. 09:00
Á fundinn komu Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármálaráðuneyti, Hörður Davíð Harðarson og Karen Bragadóttir frá tollstjóra, Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu, Sigþór Kristinn Skúlason frá Express, Atli Feyr Einarsson frá DHL, Héðinn Gunnarsson frá TNT og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda.

Fulltrúar ráðuneytis og tollstjóra gerðu grein fyrir fundi tollyfirvalda, SVÞ og fulltrúum hraðflutningafyrirtækja frá 9. febrúar sl. Í kjölfarið gerðu gestirnir grein fyrir viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum fundargerð umrædds fundar tollyfirvalda og hagsmunaaðila og var hún merkt sem trúnaðarmál.

3) 269. mál - vörumerki Kl. 09:30
Á fundinn komu Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Magnús H Magnússon hrl. og Einar Karl Friðriksson frá Félagi umboðsmanna, vörumerkja og einkaleyfa, Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir og Lára Helga Sveinsdóttir frá Einkaleyfastofunni og Jón Ögmundur Þormóðsson frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 365. mál - kjararáð og Stjórnarráð Íslands Kl. 10:00
Á fundinn komu Magnús Guðmundsson og Steingrímur Ari Arason frá Félagi forstöðumanna, Örn Arnarson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Herdís Hallmarsdóttir, Pétur Örn Sverrisson og Jakob Bjarnason frá slitastjórn Landsbanka Íslands. Gestirnir gerðu grein fyrir viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 10:30
Á fundinn komu Erna Jónsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Barbara Albertsdóttir og Hjálmar Brynjólfsson frá Fjármálaeftirlitinu, Jón Sigurðsson og Tómas Eiríksson frá Össuri, Vilhjálmur Bjarnason frá Samtökum fjárfesta, Þórey Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Páll og Magnús Harðarsynir frá Kauphöll Íslands.

Í upphafi fengu fulltrúar ráðuneytis og Fjármálaeftirlits tækifæri til að gera grein fyrir stöðu málsins en síðan var öðrum gestum boðið að skýra viðhorf sín til málsins.

6) Verðtrygging. Kl. 10:55
Formaður, HHj, lagði til að nefndin héldi fund vegna málsins á föstudaginn kemur að viðstöddum gestum. Samþykkt.

7) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 11:00
Á fundinn komu Sonja Bjarnadóttir og Guðmundur Sigurðsson frá Samkeppniseftirlitinu og Friðrik Friðriksson og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Reinard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga tók þátt í fundinum með aðstoð símfundarbúnaðar. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál. Kl. 11:30
LRM fór yfir stöðu máls frá síðasta fundi sem varðar álagningu fasteignagjalda á hesthús.
GÞÞ innti formann eftir upplýsingum um stöðu máls nr. 9 (vextir og verðtryggingu)
EyH innti formann eftir upplýsingum um stöðu máls nr. 41 (skuldaeftirgjafir)

MT áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.
EyÞ sat fundinn í stað BJJ.
LMós boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
MOSch var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:32