48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 11:03


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 11:03
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 11:03
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 11:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 11:03
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 11:03
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 11:03
Skúli Helgason (SkH), kl. 11:03
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir ÞrB, kl. 11:15

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 376. mál - frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins Kl. 11:15
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, ÞBack, SkH, MN, LRM)

2) 278. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 11:20
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti.
Nefndarmönnum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin.
Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta (HHj, ÞBack, SkH, MN, LRM, LMós með fyrirvara)
- HHj tók fram að umsögn SA við viðurlagaákvæði frumvarpsins væri enn til skoðunar í ráðuneytinu.
- MT áheyrnarfulltrúi sammála álitinu.

3) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 11:25
Þessum dagskrárlið var frestað.

4) Önnur mál. Kl. 11:25
Formaður tók fram að 26. mars nk. væri fyrirhugaður opinn fundur með Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, frá kl. 9:30 til 11:00.

Samþykkt var að tillögu formanns að vísa eftirtöldum málum til umsagnar:
- Mál nr. 96 (hámark vaxta)
- Mál nr. 320 (flýtimeðferð mála um gengistryggð lán)
- Mál nr. 559 (ráðstafanir til að lækka eldsneytisverð, lækkun olíugjalds og vörugjalds)
- Mál nr. 111 (gagnsæi eignarhalds hlutafélaga)
- Mál nr. 365 (vsk, barnaföt)

Nefndarmenn ræddu framhald umfjöllunar um viðbrögð stjórnvalda við Hæstaréttardómi nr. 600/2011 og aðferðir fjármálafyrirtækja við innheimtu í kjölfar dómsins.

EyH óskaði á fundinum eftir greiningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis á gengi krónunnar. Einnig óskði hún eftir upplýsingum um hvernig nýja Landsbankanum gengi að efna skuldabréf til gamla bankans en í því sambandi var athygli vakin á skriflegri fyrirspurn GÞÞ til fjármálaráðherra um samninga slitastjórnar Landsbanka Íslands og Nýja Landsbanka Íslands um útgáfu viðbótarskuldabréfs.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi en ÞBack sat fundinn í hans stað undir afgreiðslu mála.
TÞH var staddur erlendis en hafði óskað eftir því fyrir fund að vera viðstaddur afgreiðslu mála, sbr. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna til bráðabirgða fyrir fastanefndir Alþingis frá 4. október 2011.

Fundi slitið kl. 12:02