52. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. mars 2012 kl. 10:30


Mættir:

Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 11:55
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 10:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 10:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 584. mál - tollalög o.fl. Kl. 10:30
Á fundinn komu Sóley Ragnarsdóttir frá fjármálaráðuneyti og Edda Símonardóttir frá tollstjóra. Gestirnir kynntu frumvarpið sem bíður 1. umræðu og svöruðu að því búnu spurningum nefndarmanna.

2) Viðbrögð við dómi Hæstaréttar frá 15. febr. sl. (ólögmæti gengistryggðra lána). Kl. 10:50
Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Ása Ólafsdóttir frá réttarfarsnefnd. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 369. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 12:00
Dreift var á fundinum viðbótarumsögnum Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins í málinu.

4) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 12:00
Dreift var drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögu.
Afgreiðslu frestað.

5) Önnur mál. Kl. 12:09
Fleira var ekki rætt.

SkH stýrði fundi í fjarveru formanns, HHj, sem var fjarverandi vegna annarra þingstarfa sem og 1. og 2. varaformanns, LRM og ÞrB.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
LMós hafði boðað forföll en kom í lok fundarins.

Fundi slitið kl. 12:09