54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. mars 2012 kl. 18:47


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 18:47
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 18:47
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 18:47
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 18:47
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 18:47
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 18:47
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 18:47
Skúli Helgason (SkH), kl. 18:47
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 18:47

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 608. mál - gjaldeyrismál Kl. 18:47
Á fundinn komu Björn Rúnar Guðmundsson og Þóra Hjaltested frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, Arnór Sighvatsson, Ingibjörg Guðbjartsdóttir og Freyr Hermannsson frá Seðlabanka Íslands, Kristján Óskarsson og Páll Eiríksson frá Glitni hf., Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins, Magnús Harðarson, Magnús Ásgeirsson og Páll Harðarson frá Kauphöll Íslands, Davíð Gíslason og Kolbeinn Árnason frá Kaupþingi, Pétur Örn Sverrisson, Kristinn Bjarnason og Halldór Backman frá Landsbankanum, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands og Ása Ólafsdóttir.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Óskað var á fundinum eftir minnisblöðum, annað frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti um áhrif frumvarpsins á samninga milli gömlu og nýju bankanna en hitt frá Seðlabanka Íslands varðandi áhrif þess með tilliti til eignarréttarákvæðis stjórnarskrár.

Formaður, HHj, þakkaði gestunum fyrir komuna kl. 20:05.

Í lok fundar lagði formaður til að málið yrði afgreitt til 2. umræðu.
- Meiri hlutinn stóð að afgreiðslu málsins: HHj, SkH, MN, LRM, BVG

2) 584. mál - tollalög o.fl. Kl. 21:00
Þessum dagskrárlið var frestað.

3) Önnur mál. Kl. 21:00
Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 21:00