65. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. apríl 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 08:30
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 08:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 41. mál - tekjuskattur Kl. 08:30
Formaður lét í upphafi dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.
Að loknu 7. dagskrármáli fundarins og fyrir upphaf þess 8. lagði formaður til að málið yrði tekið út.
Meiri hlutinn stendur að afgreiðslu málsins (HHj, LRM, MOS, SkH, EyH, LMós).
MT styður álitið.
TÞH mótfallinn afgreiðslu málsins.
GÞÞ óskaði eftir að fá að skoða málið betur áður en hann tæki afstöðu til málsins.

3) Yfirlit yfir athugasemdir og kærur til FME vegna slitastjórnar Dróma. Kl. 08:30
Á fundinn komu Rúnar Guðmundsson og Áslaug Jónsdóttir og fjölluðu almennt um fyrirspurnir og kvartanir sem varða viðskiptabanka, lánafyrirtæki og slitastjórnir. Að loknum inngangi gesta svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

4) Samstarf til að hraða úrvinnslu gengislánadóms Hæstaréttar frá 15. febrúar sl. Kl. 09:00
Á fundinn komu Páll Gunnar Pálsson og Lárus S. Lárusson frá Samkeppniseftirlitinu, Gísli Örn Kjartansson og Tómas Sigurðsson frá Fjármálaeftirlitinu, Jóna Björk Guðnadóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Ásta S. Helgadóttir, Bragi Bragason og Hjörleifur Gíslason frá Umboðsmanni skuldara.

Að loknum inngangi gesta svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

5) 573. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 120/2010 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:00
Á fundinn komu Hjálmar Brynjólfsson og Berglind Helga Jónsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestirnir lýstu sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Málið var kynnt af efnahags- og viðskiptaráðuneyti á 60. fundi nefndarinnar, 28. mars sl., og taldi nefndin að hvorki kynningin né athugasemdir ofangreindra gesta gæfu tilefni til sérstakrar umsagnar til utanríkismálanefndar.

6) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:20
Á fundinn komu Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármálaráðuneyti, Hörður Davíð Harðarson frá tollstjóra, Elín Alma Arthúrsdóttir og Óskar H. Albertsson frá ríkisskattstjóra, Tryggvi Þórhallsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga dreifðu umsögn sambandsins við drög frumvarpsins, dags. 28. feb. 2012.

7) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 10:40
Á fundinn komu Elín Alma Arthúrsdóttir og Óskar H. Albertsson frá ríkisskattstjóra, Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Áhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld á efnahag stóru bankanna. Kl. 11:20
Á fundinn komu:
- Frá kl. 11:20 til 11:50 - Daníel Svavarsson, Frans Páll Sigurðsson, Hallgrímur Ásgeirsson, Hreiðar Bjarnason og Björn Á Pétursson frá Landsbanka Íslands
- Frá kl. 11:50 til 12:00 - Jónína S. Lárusdóttir, Gísli Árnason og Kristrún frá Arion banka.
- Frá kl. 12:00 til 12:30 - Sverrir og Gísli Sigurbjörnsson frá Íslandsbanka.

Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar í málum nr. 658 (veiðigjald) og nr. 657 (stjórn fiskveiða) og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 12:30
TÞH óskaði eftir framhaldi umfjöllunar um heildaráhrif frumvarpa um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem eru til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Óskar TÞH eftir að fulltrúar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins geri grein fyrir áhrifum á fjármálastöðugleika og einstök fjármálafyrirtæki. Einnig óskaði TÞH eftir að fulltrúar Bankasýslu ríkisins komi til að gera grein fyrir áhrifum frumvarpanna á arðgreiðslur úr þeim fjármálafyrirtækjum sem ríkið á eignarhlut í.

Fleira var ekki rætt.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi.
LRM stýrði fundi í fjarveru HHj sem vék af fundinum frá kl. 9:00 til 10:20.
LRM vék af fundi kl. 11:20.

Fundi slitið kl. 12:30