72. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 762. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:05
Á fundinum voru haldnir símafundir með fulltrúum eftirtalinna bæjarstjórna þar sem þeim var gefinn kostur á að lýsa viðhorfum sínum til frumvarpsins og svara spurningum nefndarmanna:
- Bolungarvíkurkaupstað (Elías Jónatansson og Baldur S. Einarsson)
- Strandabyggð (Ingibjörg Benediktsdóttir)
- Árneshrepp (Björn Torfason)
- Fjallabyggð (Sigurður Valur Ásbjarnarson o.fl.)
- Sveitarfélagið Hornafjörður (Hjalti Þór Vignisson)
- Sveitarfélagið Skagafjörður (Ásta Björg Pálmadóttir, Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson)
- Akureyrarbær (Eiríkur Björn Björgvinsson og Oddur Helgi Halldórsson)
- Grýtubakkahreppur (Jóhann Ingólfsson)
- Þingeyjarsveit (Dagbjört Jónsdóttir)
- Skútustaðarhreppur (Dagbjört S. Bjarnadóttir og Guðrún María Valgeirsdóttir)
- Norðurþing (Bergur Elías Ágústsson)
- Langanesbyggð (Helgi Mar Árnason, Gunnólfur Lárusson, Siggeir Stefánsson, Ævar Rafn Marínósson)
- Vestmannaeyjabær (Rut Haraldsdóttir, Sigurbergur Ármannsson)
- Fjarðabyggð (Jón Björn Hákonarson)

Þá var einnig haldinn símafundur með Ólafi Elíssyni sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum sem lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál. Kl. 10:55
GÞÞ óskaði eftir að ritari aflaði upplýsinga frá bönkunum um framkvæmd greiðslumats við veitingu óverðtryggðra fasteignaveðlána.

LRM, varformaður, stýrði fundi í fjarveru formanns HHj.

MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
HHj var fjarverandi vegna veikinda.
LMós var fjarverandi.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:55