80. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. júní 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 09:20
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir MSch, kl. 08:30
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 08:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir LRM, kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 08:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Meðferð og varðveisla upplýsinga sem eftirlitsstofnanir afla í skjóli valdheimilda sinna. Kl. 08:30
Á fundinn komu:
- Frá kl. 8:30 til 9:15 - Ragnar Árnason, háskólaprófessor og fulltrúi í bankaráði Seðlabanka Íslands, Birgir Tjörvi Pétursson hdl. og Reimar Pétursson hrl. GÞÞ fundarbeiðandi reifaði fundartilefnið og að því búnu svöruðu gestirnir spurningum hans og annarra nefndarmanna.
- Frá kl. 9:15 til 10:25 - Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. GÞÞ reifaði fundartilefnið og að því búnu svaraði gesturinn spurningum hans og annarra nefndarmanna.
Már afhenti á fundinum eftirtalin gögn:
- Yfirlýsing vegna umræðu um þagnarskyldu, upplýsingaskyldu og söluferli Sjóvár, dags. 4. febrúar 2011.
- Svar Seðlabanka Íslands við bréf SUA frá 6. maí 2011, dags. 7. maí sl.
- Ljósrit "skilyrði viðskipta", ódags.

2) 731. mál - gjaldeyrismál Kl. 10:25
Málið var afgreitt út úr nefndinni á fimmtudaginn var.

HHj, upplýsti nefndarmenn að í tengslum við breytingar sem meiri hlutinn leggur til við 11. gr. frumvarpsins hefði seðlabankinn eftir fundinn lagt til að við ákvæðið yrði bætt heimild til handa bankanum til þess að setja reglur um framkvæmd ákvæðsins. Engar athugasemdir komu fram og verður áliti meiri hlutans því breytt til samræmis við framangreindar óskir Seðlabankans.

3) 704. mál - neytendalán Kl. 10:25
Málið var ekki rætt.

4) 666. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:25
Málið var ekki rætt.

5) 653. mál - skattar og gjöld Kl. 10:25
Málið var ekki rætt.

6) 703. mál - hlutafélög Kl. 10:25
Málið var ekki rætt.

7) Önnur mál. Kl. 10:25
Í tengslum við mál nr. 779 (vörslusviptingar), Guðlaugur Þór bíður eftir að heyra sjónarmið réttarfarsnefndar varðandi breytingartillögu sem nefndin leggur til, sbr. það sem rætt var á fundi nefndarinnar síðast liðinn fimmtudag.

MT áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
ÞrB var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:25