7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 09:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:05
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (HLÞ) fyrir LRM, kl. 09:05
Jón Kr. Arnarson (JKA) fyrir MT, kl. 09:05
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 09:25
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Greiðslur til fulltrúa slitastjórna. Kl. 09:05
Fundarbeiðandi: GÞÞ
Á fundinn komu Unnur Gunnarsdóttir og Arnar Þór Sæþórsson frá Fjármálaeftirlitinu til að svara spurningum fundarbeiðanda og annarra nefndarmanna varðandi ofangreint efni.
Óskað var á fundinum eftir minnisblaði FME varðandi tilgreinda þætti málsins.

Í lok umfjöllunar óskaði LMós eftir að Seðlabanki Íslands kæmi á fund nefndarinnar til að ræða ofangreint efni sem og uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja og áhrif þess á afnám hafta.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 09:50
Á fundinn komu Guðmundur K. Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynnti frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna.
Á fundinum var dreift minnisblaði ráðuneytisins sem varða efnisatriði frumvarpsins.

3) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 10:35
Á fundinn kom Guðmundur K. Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynnti frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna.
Á fundinum var dreift minnisblaði ráðuneytisins sem varða efnisatriði frumvarpsins.

4) Önnur mál. Kl. 11:00
GÞÞ tók fram að hann hygðist koma á framfæri athugasemdum varðandi málefni Byr og Spkef og óskaði eftir að nefndin fjallaði um þær.

PHB óskaði eftir yfirliti yfir skatta og gjöld sem eru á víð og dreif í löggjöfinni. Hann tók enn fremur undir fundarbeiðni LMós sem sett var fram fyrr á fundinum.

JKA sat fundinn í stað MT áheyrnarfulltrúa.
MSch var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:05