26. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 11:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

EyH og MSch voru fjarverandi.
LMós boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
LRM, 1. varaform., stýrði fundi í fjarveru HHj sem vék af fundi frá kl. 10:10 til 11:00.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:00
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarinnar á því að málinu hefði ekki verið vísað til nefndarinnar og gerðu aðrir nefndarmenn ekki athugasemdir við það.

Á fundinn komu:
- Frá kl. 9:00 til 10:00 - Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir, Sóley Ragnarsdóttir, Elín Árnadóttir og Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingvar Rögnvaldsson og Elína Alma Arthúrsdóttir frá ríkisskattstjóra. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins kynntu frumvarpið en að því búnu svöruðu þeir spurningum nefndarmanna ásamt fulltrúum ríkisskattstjóra.
- Frá kl. 10:00 til 11:00 - Ólafur Darri Andrason frá ASÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda og Þórey S. Þórðardóttir og Þorbjörn Guðmundsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
- Frá kl. 11:00 til 12:20 - Hannes Sigurðsson og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Jóna Björk Guðnadóttir, Guðjón Rúnarsson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Orri Hauksson frá Samtökum iðnaðarins, Erna Hauksdóttir, Bergþór Karlsson, Kristófer Oliversson og Sigurður Berndsen frá Samtökum ferðaþjónustu og Andrés Magnússon frá Samtökum verslunar og þjónustu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samtök atvinnulífsins mættu einnig f.h. hönd Landssambands íslenskra útvegsmanna en fulltrúi sambandsins komst ekki til fundarins.

Fulltrúar fjármálaráðuneytisins sátu undir allri umræðunni, þ.e. frá 9:00 til 12:10.

Fulltrúar BHM sem boðaðir höfðu verið til fundarins mættu ekki.

Fulltrúar Landssamtaka lífeyrissjóða afhentu á fundinum afrit af bréfi Seðlabanka Íslands til samtakanna frá 5. september sl. sem varðar hlutdeild lífeyrissjóða í gjaldeyrisútboðum með skuldabréf ríkissjóðs.

Fulltrúar Samtaka ferðaþjónustu afhentu á fundinum minnispunkta sem samdir voru fyrir fundinn vegna vörugjalda um bílaleigur.

Fulltrúar Samtaka ferðaþjónustu afhentu einnig á fundinum helstu athugasemdir samtakanna við tillögu um hækkun virðisaukaskatts á gistingu úr 7% í 14% frá 1. maí 2013.

Dreift var á fundinum umsögn Samtaka atvinnulífsins um frumvarpið.

2) Önnur mál. Kl. 12:10
GÞÞ tók fram eftirfarandi:
- ósk um að nefndasvið Alþingis útbúi frumvarp sem varðar þinglega meðferð beiðna um veitingu tilgreindra undanþága sem Seðlabanki Íslands veitir frá lögum um gjaldeyrishöft.
- ósk um að fá fulltrúa bankaráðs Seðlabanka Íslands á fund nefndarinnar, a.m.k. formann ráðsins og fulltrúa sjálfstæðisflokks í ráðinu til að ræða uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja og áhrif þess á afnám hafta.
- að minnisblað Fjármálaeftirlitsins varðandi greiðslur til slitastjórna sem dreift var á fundi nefndarinnar á mánudaginn hefði að geyma ófullnægjandi uppplýsingar.
- að beiðni sem hann setti fram á 23. fundi varðandi málefni Byr og Spkef yrði svarað af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Í tilefni af fundi nefndarinnar með Seðlabankastjóra á mánudaginn var áminnti formaður, HHj, nefndarmenn um að gæta trúnaðar um trúnaðarupplýsingar sem gestir legðu fram á fundum nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:30