28. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:55
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30

EyH vék af fundi frá kl. 10:00 til 11:40.

LMós boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
LRM boðaði forföll.
JBjarn var fjarverandi.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 456. mál - greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi Kl. 08:30
Á fundinn komu Unnur Gunnarsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Aðalsteinn Leifsson frá Fjármálaeftirlitinu, Helga Óskarsdóttir og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Stefán Árni Auðólfsson frá Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila.

Fulltrúar ráðuneytisins kynntu frumvarpið. Að því búnu lýstu aðrir gestir viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar FME dreifðu á fundinum yfirliti yfir rekstraráætlun 2013.

2) 468. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 09:15
Mál nr. 468 (ráðstafanir í ríkisfjármálum) og mál nr. 473 (vörugjöld og skattar) voru rædd samhliða.

Á fundinn komu:
- Frá kl. 9:15 til 9:50 - Alexander G. Eðvardsson frá KPMG, Magnús Ásgeirsson frá Kauphöll Íslands NasdaqOMX, Guðmundur Skúli Hartvigsson frá Deloitte og Haraldur I. Birgisson frá Viðskiptaráði Íslands. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fulltrúar PWC, Félags löggiltra endurskoðenda, lögmannsstofunnar Advel lögmenn sem boðaðir höfðu verið á sama tíma komust ekki til fundarins.

- Frá kl. 10:00 til 10:30 - Karl Björnsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reynir Jónsson frá Strætó B/S. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga létu dreifa umsögn sambandsins en áskildu sér jafnframt rétt til að koma á framfæri viðbótarumsögn við nefndina.
Fulltrúar Félags hópferðarleyfishafa sem boðaðir höfðu verið á sama tíma komust ekki til fundarins.

- Frá kl. 10:50 til 11:15 - Runólfur Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Özur Lárusson frá Bílgreinasambandi Íslands. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fulltrúar Vegagerðarinnar sem boðaðir höfðu verið komust ekki til fundarins.

- Frá kl. 11:15 til 11:45 - Guðmundur Magnússon og Lilja Þorgeirsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Jóhannes Gunnarsson og Hildigunnur Hafsteinsdóttir frá Neytendasamtökunum og Ívar J. Arndal frá ÁTVR. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fulltrúar Neytendasamtakanna létu dreifa umsögn.
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands sem boðaðir höfðu verið komust ekki til fundarins.

- Frá kl. 11:45 til 12:10 - Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Sigríður Dögg Geirsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og ... frá Biskupsstofu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar Biskupsstofu létu dreifa minnisblaði til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 10. desember 2012, ásamt fylgiskjali.


Formaður, HHj, gerði fundarhlé á milli kl. 9:50 til 10:00.

3) Önnur mál. Kl. 12:10
GÞÞ lýsti þeirri skoðun sinni í lok fundarins að upplýsingar í minnisblaði Fjármálaeftirlitsins til nefndarinnar varðandi greiðslur til slitastjórna frá 30. nóvember sl. væru ekki fullnægjandi. Formaður fól ritara að koma þeim skilaboðum á framfæri við Fjármálaeftirlitið með vísan til 51. gr. þingskapalaga.

GÞÞ óskaði eftir að nefndin legði til breytingu við mál nr. 151 (skattar og gjöld) er varðar lög um stimpilgjöld.

Á milli kl. 10:30 og 10:50 tók formaður mál nr. 106 (verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir) á dagskrá. Lét hann dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum og lagði síðan til að málið yrði tekið til afgreiðslu. Ritari las hluta álitsins upp í heyranda hljóði.

Enginn nefndarmanna var andvígur afgreiðslur málsins.
Með á áliti: (HHj, MSch, SkH, ÁI, ÁÞ)
PHB og GÞÞ fengu umhugsunarfrest til loka dags til að ákveða hvort þeri yrðu með á álitinu.

Fundi slitið kl. 12:15