41. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 11. janúar 2013 kl. 15:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 15:00
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir LRM, kl. 15:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 15:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:50
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:00

JBjarn boðaði forföll.
LMós boðaði forföll af persónulegum ástæðum.
MSch var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 288. mál - opinber innkaup Kl. 15:00
Á fundinn komu Haraldur Steinþórsson og Guðrún Ögmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir fóru yfir viðbrögð ráðuneytisins við framkomnum umsögnum í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) er snúa að íslenskum reglum um sameiningu og skiptingu félaga á milli landa. Kl. 15:45
Á fundinn komu Maríanna Jónasdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til að gera grein fyrir athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem varða reglur tekjuskattslaga þegar um er að ræða samruna eða skipti félaga. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fundarbeiðandi: GÞÞ

3) 220. mál - neytendalán Kl. 16:00
Á fundinn komu Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja ásamt Unni Jónsdóttur og Einari Georgssyni frá Arion banka, Hauki Agnarssyni frá Landsbankanum og Birki Ívari Guðmundssyni frá Íslandsbanka.
Gestirni lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 16:45
Á fundinn komu Vigdís Hauksdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja ásamt Erlu Þ. Pétursdóttur frá Valitor og Ásgeiri Jónssyni og Halldóru G. Steindórsdóttur frá Landsbankanum.
Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 16:55
Nefndarmönnum gefinn kostur á að koma á frekari sjónarmiðum í málinu en enginn tók til máls.

6) Önnur mál. Kl. 17:55
Formaður, HHj, tók fram að engar athugasemdir hefðu komið fram frá síðasta fundi nefndarinnar varðandi fundargerðir 8. til 39. fundar. Skoðast þær samþykktar.

GÞÞ óskaði eftir því að Breki Karlsson forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi kæmi á fund nefndarinnar til að ræða mál nr. 220 (neytendalán).

Fundi slitið kl. 16:55