42. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. janúar 2013 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:20
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir LRM, kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:30

ÓGunn vék af fundi um kl. 10:20
ÁÞS og GÞÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 08:30
Á fundinn komu Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að kynna frumvarpið. Að því búnu svaraði hann spurningum nefndarmanna.

2) Skattlagning afleiðna. Kl. 09:30
Framhald umfjöllunar frá 39. fundi nefndarinnar.
Á fundinn komu Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri til að svara spurningum nefndarmanna.

3) Skattlagning vaxta úr landi. Kl. 09:45
Á fundinn komu Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Ingvar Rögnvaldsson og .. Ólafsdóttir frá ríkisskattstjóra, Hannes Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Jóna Björk Guðnadóttir og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja ásamt Stefáni Péturssyni frá Arion banka, Andra F. Stefánssyni frá Landsbanka og Ósvaldi Knudsen frá Íslandsbanka og Þórdís Bjarnadóttir og Ragnar Guðmundsson frá Advel lögmannsstofu.
Rætt var um 4. og 10. gr. frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til að felldar yrðu brott við þinglega meðferð, sbr. lög nr. 146/2012. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 220. mál - neytendalán Kl. 10:20
Breki Karlsson sem boðaður hafði verið f.h. Stofnunar um fjármálalæsi komst ekki til fundarins.
Umræðu frestað.

5) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:20
Umræðu frestað.

6) 220. mál - neytendalán Kl. 10:20
Afgreiðslu frestað.

7) 216. mál - útgáfa og meðferð rafeyris Kl. 10:20
Formaður, HHj, lét drefia drögum að nefndarálti og lagði til að lokinni yfirferð yfir fyrirhugaðar breytingartillögur að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Enginn var á móti afgreiðslu málsins.
- Með á áliti (HHj, MSch, SkH)
- EyH, LMós og PHB áskildu sér rétt til þess að skoða álitið áður en þau tækju afstöðu til málsins.

8) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 10:40
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarmanna á að málið var afgreitt á fundi nefndarinnar 10. desember sl. (28. fundur). Við afgreiðslu málsins stóðu útaf nokkur tæknileg atriði sem leita þurfti afstöðu ráðuneytisins og bárust viðbrögð þess 14. desember sl. Vegna mikilla anna á síðustu dögum þinghaldsins fyrir jól tókst samt ekki að koma álitinu í dreifingu. Engar athugasemdir komu fram og verður álit meiri hluta nefndarinnar nú sent í dreifingu að loknum þessum fundi.

9) 288. mál - opinber innkaup Kl. 10:45
Umræðu frestað.

10) Önnur mál. Kl. 10:45
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:45