44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. janúar 2013 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE) fyrir ÁÞS, kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:25
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Formaður vakti athygli nefndarmanna á því að drög að fundargerðum 39. - 43. fundar hefðu verið sendar nefndarmönnum á tölvupósti. Engar athugasemdir komu fram og skoðast þær því samþykktar.

2) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:05
Á fundinn komu:
Frá kl. 9:05 til 9:55 - Berglind Helga Jónsdóttir, Linda Kolbrúna Björgvinsdóttir og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu.
Frá kl. 9:55 til 10:30 - Guðjón Rúnarsson og Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Frá kl. 11:00 til 11:30 - Dóra Sif Tynes frá Lögmannafélagi Íslands.

Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að tillögu formanns, HHj, og að beiðni LMós var að viðstöddum fulltrúum Fjármálaeftirlitsins einnig rætt undir þessu dagskrármáli um hæfi eigenda fjármálafyrirtækja.

Þegar fulltrúar Fjármálaeftirlitsins höfðu yfirgefið fundarherbergið bað formaður nefndarmenn um að virða fundarstjórn.

3) 220. mál - neytendalán Kl. 10:30
Á fundinn kom Breki Karlsson frá Stofnun um fjármálalæsi. Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:30