46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. janúar 2013 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 93. mál - bókhald Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar mættu í fyrsta lagi fulltrúar frá íslenskri málnefnd, þau Guðrún Kvaran og Haraldur Bernharðsson og fóru yfir athugasemdir sínar við málið.
Frá Ársreikningaskrá ríkisskattstjóra mætti Skúli Jónsson og fór yfir málið með nefndinni.
Loks mættu þeir Einar Sigurjónsson frá Verðbréfaskráningu Íslands og Haraldur I. Birgisson frá Viðskiptaráði og fóru yfir málið með nefndinni.

2) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 09:45
Á fundinn mættu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins Berglind Helga Jónsdóttir, Guðlaug María Valdemarsdóttir og Kristján Andrésson og fóru yfir málið með nefndinni.

3) 105. mál - skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu Kl. 09:55
málið var sent til umsagnar 14 daga umsagnarfrestur.

4) 294. mál - stimpilgjald Kl. 10:27
Málið sent til umsagnar.

5) Önnur mál. Kl. 10:28
Ekki voru önnur mál rædd á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 10:05