48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. janúar 2013 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Endurútreikningur og innheimta gengistryggðra lána. Kl. 09:00
Á fundinn mættu fulltrúar Landsbanka, þeir Hallgrímur Ásgeirsson og Þröstur Þór Gunnarsson, fulltrúar Dróma þau Bjarki Baxter og Kristín Dana Husted, fulltrúar Arion banka þau Helgi Bjarnason og jónína S. Lárusdóttir, fulltrúar Lýsingar hf. þeir Helgi Sigurðsson og Stefnir Stefnisson og frá Íslandsbanka komu þau Oddur Ólafsson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Þessi fulltrúar fóru yfir stöðu mála hjá hverri þessara fjármálastofnanna við endurútreikning og innheimtu gengistryggðra lána.

2) Málefni Byr og SpKef. Kl. 10:40
Þessum dagskrár lið var frestað til að gefa nefndarmönnum tóm til að fara yfir ný gögn sem lögð voru fram vegna málsins.

3) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:00
Á fundinn mættu þau Hallgrímur Ásgeirsson frá Landsbanka, Dóra Sif Tynes hdl. fyrir lögmannafélag Íslands, Sigurður Páll Hauksson frá félagi íslenskra endurskoðenda, Berglind Helga Jónsdóttir og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Helgi F. Arnarson frá KPMG, og fóru yfir málið með nefndinni.

4) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:15
Á fundinn mættu þeir Jón Karlsson og Guðmundur Sigurbergsson og fóru yfir málið.

5) 93. mál - bókhald Kl. 11:30
á fundinn mættu Skúli jónsson frá Ríkisskattstjóra og Böðvar Þórisson og Magnús Bergmann frá Hagstofu.

6) Önnur mál. Kl. 11:40
Ekki voru önnur mál rædd á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 11:40