49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. febrúar 2013 kl. 10:05


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 10:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:05
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:20
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 10:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 10:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 10:05

MSch var fjarverandi.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
EyH og ÁÞS véku af fundi um kl. 11:30.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:05
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:05
Á fundinn komu Sóley Ragnarsdóttir og Guðrún Þorleifsdóttir til að kynna frumvarpið. Að því búnu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Formaður, HHj, tók fram að frumvarpið hefði verið sent til umsagnar í síðustu viku.

3) Svört atvinnustarfsemi (breyt. á vsk. lögum). Kl. 10:25
Á fundinn komu Sóley Ragnarsdóttir og Guðrún Þorleifssdóttir. Gestirnir gerðu grein fyrir og svöruðu spurningum er varða áform um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og til greina kemur að efnahags- og viðskiptanefnd flytji sem sérstakt þingmál.

Tillagan stendur í tengslum við átak gegn svartri atvinnustarfsemi en aðilar átaksins komu á 16. fund nefndarinnar 7. nóvember sl.

Vakin var athygli á tillögu til þingsályktunar (mál nr. 51).

4) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 11:00
Á fundinn kom Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins. Gesturinn fór yfir umsögn stofnunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 220. mál - neytendalán Kl. 11:30
Þessum dagskrárlið var frestað.

6) 106. mál - verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og fagfjárfestasjóðir Kl. 11:50
Formaður, HHj, lét dreifa minnisblaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 8. febrúar sl. er varðar tengsl frumvarpsins við reglur um gjaldeyrishöft. Afgreiðslu málsins frestað til hádegis næsta dag.

7) 93. mál - bókhald Kl. 11:30
Málið rætt samhliða máli nr. 94 (ársreikningar).
Á fundinn kom Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og gerði grein fyrir minnsblaði ráðuneytisins frá 8. febrúar sl. þar sem fram koma svör ráðuneytisins við tilgreindum spurningum nefndarmanna. Dreift var á fundinum tölvupósti ritara til ráðuneytisins frá 9. febrúar sl.

Afgreiðslu málsins frestað til hádegis næsta dag.

8) 94. mál - ársreikningar Kl. 11:30
Málið rætt samhliða máli nr. 93 (bókhald)

9) Önnur mál. Kl. 11:55
Dreift var á fundinum erindi umboðsmanns Alþingis frá 31. janúar sl. til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem varðar stjórnsýslulega stöðu úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
Efnahags- og viðskiptanefnd barst afrit af erindinu samdægurs.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:55