51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

LMós var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
MT áheyrnarfulltrúi sat ekki fundinn.
EyH boðaði forföll.
MSch var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 09:00
Á fundinum var dreift minnisblaði sett fram sem drög að nefndaráliti sem nefndarmönnum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við.

3) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:30
Á fundinn komu Sigríður Benediktsdóttir og Harpa Jónsdóttir frá Seðlabanka Íslands. Gestirnir fóru yfir umsögn bankans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:00
Á fundinn komu Jón Guðmundsson, Óskar Albertsson og Bjarni Amby Lárusson frá ríkisskattstjóra, Kolbeinn Einarsson frá Samtökum íslenskra gagnavera o g Sigurður B. Halldórsson frá Samtökum iðnaðarins.
Gestirnir gerður grein fyrir sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 10:20
Nefndarmenn ræddu stöðu mála í nefndinni.

Fundi slitið kl. 10:25